Framleiða léttari áfengisdrykki

Samkvæmt lögum sem gengu í gildi í Danmörku í október síðastliðnum, getur ungt fólk á aldrinum 16-18 ára einungis keypt áfengi sem minna en 16,5% að styrkleika.

Því hafa áfengisframleiðendur kynnt til sögunnar nýja drykki, sem eru með 16,4% styrkleika.

Þetta kemur fram á vefsíðu Berlingske Tidende.

Ýmsir sterkir drykkir, sem hafa notið vinsælda á meðal ungra Dana, eru því nú framleiddir með lægra áfengisinnihaldi. Þeirra á meðal eru drykkirnir GaJol, Små Blå og Fisk.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert