Óttast bráðnun kjarnorkuvers

Fukushima kjarnorkuver númer 1.
Fukushima kjarnorkuver númer 1. YOMIURI

Sprenging heyrðist og hvítur reykur sást stíga upp frá löskuðu kjarnorkuveri í Japan í morgun. Japönsk stjórnvöld vöruðu við því í dag að eitt af kjarnorkuverum landsins kunni að vera að bráðna niður.

Uppfært 8.30

Nýjar fréttir herma að veggir og þak kjarnorkuversins hafi skemmst í sprengingunni. Japönsk sjónvarpsstöð varar fólk í nágrenni kjarnorkuversins við því að vera utanhúss.

Þá hefur komið fram að geislavirkni við kjarnorkuver númer 1 í Fukushima sé tvítugfalt meiri en eðlilegt má telja. Kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem óttast er að hafi valdið dauða meira en 1.000 manns.

Kælikerfi tveggja japanskra kjarnorkuvera biluðu í jarðskjálftanum sem var 8,9 stig. Kyodo fréttastofa segir að geislavirkt sesíum hafi fundist í nágrenni kjarnorkuversins Fukushima númer 1, sem er um 250 km norðaustur af Tokyo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert