Vopnaðir menn rændu bandarískum háskólaprófessor sem var að heimsækja móður sína, sem er búsett í borginni Ciudad Juarez, sem er ein mesta glæpaborg Mexíkó. Borgin er við landamærin að Bandaríkjunum.
Prófessorinn heitir Veronica Perez Rodriguez og er prófessor í fornleifafræði við háskólann í Norður-Arizona. Hún er ættuð frá bænum.
Um leið og hún yfirgaf hús móður sinnar, réðust vopnaðir menn á hana og yfirbuguðu. Að minnsta kosti 39 bandarískir ríkisborgarar voru drepnir í Ciudad
Juarez á síðasta ári.