180.000 íbúar flýja kjarnorkuver

Dai-ichi kjarnorkuverið í Fukushima
Dai-ichi kjarnorkuverið í Fukushima Reuters

Að sögn japanskra yfirvalda er hætt við að önnur sprenging verði í Dai-ichi kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist í náttúruhamförunum sl. föstudag. Yfirvöld róa nú öllum árum að því að koma í veg fyrir að kjarnakljúfar bræði úr sér.

Yfirvöld hafa þó ekki gefið nákvæmar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi.

Um 180.000 íbúar sem búa í nágrenni við kjarnorkuverið hafa yfirgefið heimili sín. Þá er talið að um 160 hafi orðið fyrir geislun.

Fjögur kjarnorkuver í norðausturhluta Japans hafa tilkynnt um skemmdir, en svo virðist sem að hættan sé mest í Fukushima Dai-ichi kjarnorkuverinu. Þar varð sprenging í gær og óttast menn að önnur sprenging verði í verinu. Stjórnendur þess segjast ekki útiloka neitt, en segja að afleiðingarnar muni ekki hafa áhrif á heilsufar fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert