Breytingar á stjórnarfari í Óman

Qaboos bin Said Al Said, soldán í Óman.
Qaboos bin Said Al Said, soldán í Óman. Reuters

Soldáninn í Óman, Qaboos, veitti í dag þingi landsins löggjafarrétt og vald til að setja reglugerðir. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu undanfarna daga þar sem fólkið krefst umbóta á stjórnarfari landsins.

Verið er að semja stjórnarskrárviðbætur þannig að breytingin geti tekið gildi.

Fyrir viku síðan rak soldáninn12 af 29 ráðherrum sínum, þeirra á meðal voru efnahags- og innanríkisráðherra.

Mótmælendur hafa ekki krafist afsagnar soldánsins, en krefjast úrbóta í atvinnumálum, hærri launa og að endir verði bundinn á spillingu í landinu. Soldáninn hefur stjórnað landinu í fjóra áratugi.

Lítið hefur verið um ofbeldi í mómælunum, einn mótmælandi lést í átökum við lögreglu í lok febrúar.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert