Hátt í 4000 milljarða kr. tjón af völdum skjálftans

Tjónið af völdum jarðskjálftans í Japan er talið nema á bilinu 14,5 til 34,6 milljarða dala, eða sem samsvarar 1.700 til 4.000 milljörðum kr.  Tjón af völdum flóðbylgjunnar er ekki tekið með í reikninginn.

Áhættumatsfyrirtækið AIR Worldwide segir að um bráðabirgðatölur sé að ræða um það fasteignatjón sem hefur orðið í landinu af völdum skjálftans.

„Leitar- og björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi og menn eru nýbyrjaðir að meta tjónið, því ríkir enn mikil óvissa,“ segir AIR í yfirlýsingu.

Fyrirtækið tekur fram að hamfaralíkan AIR, sem hermir eftir jarðskjálftum, taki ekki með inn í reikninginn áhrif flóðbylgjunnar. Þegar það verður gert má búast við að tölurnar muni hækka verulega.

Svartur reykur stígur til himins frá verksmiðju borginni Shiogama í …
Svartur reykur stígur til himins frá verksmiðju borginni Shiogama í Japan. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert