Kan heldur í vonina

00:00
00:00

Naoto Kan, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, seg­ist vera sann­færður um að Jap­an­ar muni sigr­ast á þeim gríðarlegu erfiðleik­um sem þjóðin standi frammi fyr­ir.

Ekki er vitað um af­drif 10.000 íbúa og ótt­ast menn að fólkið hafi far­ist þegar flóðbylgja gekk á land á föstu­dag í kjöl­far jarðskjálfta sem mæld­ist 9 á Richter varð norðaust­ur af Jap­an. 

Víða er gríðarlega mikið eyðilegg­ing. Eld­ar loga og þar sem eitt sinn stóðu bæir standa rúst­ir ein­ar.

Íbúar í tugþúsunda­tali hafa leitað skjóls í skól­um, íþrótta­leik­vöng­um og neyðar­skýl­um. 

Raf­magns­leysi, eld­neyt­is­skort­ur og tóm­ar hill­ur í mat­vöru­versl­un­um er á meðal þess sem íbú­arn­ir standa frammi fyr­ir að ekki sé talað þá óvissu sem ríki. Ótt­ast er að tala lát­inna muni hækka mikið á næstu vik­um.

Kan sagði í dag að ham­far­irn­ar séu þær verstu sem Jap­an­ar hafa þurft að þola í 65 ár, eða frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

„Hvað varðar jarðskjálft­ann og flóðbylgj­una, þá er ég sann­færður um að jap­anska þjóðin muni standa sam­an og sigr­ast á þess­um gríðarlegu erfiðleik­um,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann.

Vanda­mál­in eru flest stór og hafa yf­ir­völd áhyggj­ur af geisla­virkni við kjarn­orku­ver sem skemmd­ust í nátt­úru­ham­förun­um. Tæp­ar tvær millj­ón­ir heim­ila eru án raf­magns.

Seg­ir Kan að stjórn­völd muni skammta raf­magn og hvet­ur hann lands­menn til að spara það. 

Jarðskjálft­inn er sá öfl­ug­asti sem hef­ur orðið í Jap­an frá því mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir rúmri öld. Þá er hann sá fimmti stærsti á heimsvísu sl. 100 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert