Sagði af sér vegna ummæla um Bradley Manning

P.J. Crowley, fyrrverandi talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, (í miðið).
P.J. Crowley, fyrrverandi talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, (í miðið). Reuters

P.J. Crowley, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, hefur sagt af sér, en hann sagði að meðferð bandarískra stjórvalda á Bradley Manning, sem grunaður er um að hafa lekið leyndarmálum til WikiLeaks, væri „heimskuleg“.

Crowley segist taka fulla ábyrgð á því sem hann sagði og því hafi hann sagt af sér.

Hann lét ummælin um Manning falla þegar hann var að ræða við námsmenn.

Manning er haldið í einangrun í Quantico-herfangelsinu í Virginíu þar sem öryggi er í hámarki. Hann ávallt hlekkjaður og þá er fylgst grannt með honum til að koma í veg fyrir að hann fremji sjálfsvíg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka