Ekki hægt að útiloka bráðnun

Reyk leggur frá Fukushima kjarnorkuverinu í morgun.
Reyk leggur frá Fukushima kjarnorkuverinu í morgun. Reuters

Fyrirtækið, sem rekur japönsk kjarnorkuver, segir að ekki sé hægt að útiloka að kjarnorkueldsneytisstangir í kjarnaofni 2 í Fukushima kjarnorkuverinu muni bráðna. 

Yfirborð kælivatns í kjarnaofninum hefur lækkað mikið og því hafa eldsneytisstangirnar komist í snertingu við andrúmsloft.

Talsmaður forsætisráðuneytisins í Japan sagði hins vegar, að ólíklegt væri að meiriháttar kjarnorkuslys yrði í kjarnorkuverinu og verið væri að dæla sjó á kjarnaofninn til að kæla hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert