Er fæðingarvottorð Ruby falsað?

Aldur Karimu El Mahroug, sem einnig er þekkt sem hjartaþjófurinn …
Aldur Karimu El Mahroug, sem einnig er þekkt sem hjartaþjófurinn Ruby er á huldu. Reuters

Í dag hófu ítalskir saksóknarar rannsókn á  því hvort fæðingarvottorði Hjartaþjófsins Ruby hafi verið breytt. Ruby heitir réttu nafni Karima El Mahroug og hefur verið í sviðsljósinu vegna sambands síns við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Talið er að fæðingarvottorði Ruby hafi verið breytt á þann veg að hún væri sögð eldri en hún er. Berlusconi mun þurfa að svara fyrir það í apríl hvort hann hafi greitt Ruby fyrir kynlíf þegar hún var undir lögaldri. Það er ólöglegt á Ítalíu og viðurlögin við því geta verið allt að þriggja ára fangelsisvist.

Berlusconi hefur ennfremur verið kærður fyrir að hafa misnotað vald sitt í því skyni að Ruby yrði látin laus þegar hún var tekin fyrir þjófnað.

Hann segist hafa talið að hún hefði verið frænka Hosni Mubaraks, fyrrverandi Egyptalandsforseta og að hann hefði verið að komast hjá pólitísku hneykslismáli með þessu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka