Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fundaði í dag með Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins þar sem rætt var um framtíðarstjórnskipan í Egyptalandi og loftferðabann yfir Líbíu.
Á fundinum sagði Ashton að verið væri að kanna lagalegan grundvöll fyrir slíkum aðgerðum.
Arababandalagið biðlaði til Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn um að koma á loftferðabanni yfir Líbíu.
Stjórnmálaskýrendur hafa varað við því að þegar loksins verði tekin ákvörðun, þá verði herir Gaddafis búnir að knýja mótmælendur til uppgjafar.