Gaddafi bannað að koma til Rússlands

Dmitri Medvedev forseti Rússlands.
Dmitri Medvedev forseti Rússlands. Reuters

Dmitry Medvedev forseti Rússlands hefur bannað Muammar Gaddafi að koma til Rússlands eða ferðast í gegnum landið. Jafnframt hafa allir fjármagnsflutningar tengdi líbíska einræðisherranum eða börnum hans í Líbíu verið bannaðar.

Ferðabannið sem Medvedev setti á nær til 15 einstaklinga í fjölskyldu Gaddafi og meðal nánustu samstarfsmanna hans. Að fjölskyldunni undanskilinni nær bannið við fjármagnsflutningum einnig til æðsta manns líbíska hersins og leyniþjónustunnar, sem er mágur Gaddafi að sögn Interfax fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert