Jarðskjálftinn var 9 stig

Bandarískir sérfræðingar staðfestu í kvöld, að jarðskjálftinn við norðausturströnd Japans á föstudagsmorgun var 9 stig en ekki 8,9 stig eins og upphaflega var talið.

Samkvæmt þessu var þetta fjórði öflugasti jarðskjálftinn, sem orðið hefur á jörðinni frá aldamótunum 1900 og sá öflugasti, sem orðið hefur í Japan frá því nútímamælingar hófust fyrir 130 árum. 

Japanskir jarðskjálftafræðingar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu, að skjálftinn hefði í raun verið 9 stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert