Mafíósar handteknir

Frá fyrri handtökum á mafíósum á Ítalíu.
Frá fyrri handtökum á mafíósum á Ítalíu. Reuters

Tuttugu og sjö menn sem grunaðir eru um að vera meðlimir í ítölsku mafíunni voru í dag handteknir í stórri lögregluaðgerð á norðurhluta Ítalíu.

Að sögn lögreglunnar eru mennirnir taldir tilheyra hinni valdamiklu 'Ndrangheta mafíu frá Calabríu. Hún er talin afar valdamikil í eiturlyfjasölu og hafa árlega veltu upp á tugi milljarða evra.

Sex manna er enn leitað en allar handtökurnar utan einnar fóru fram í Mílanó. Á meðal þeirra sem voru handteknir var mafíuforinginn Guiseppe Flacchi. Hann sat áður í frönsku fangelsi áður en hann var framseldur til Ítalíu.  

Hinir handteknu eru ákærðir fyrir að tilheyra glæpasamtökum, fjárkúgun, hótanir, eiturlyfjasölu og ólöglega sorplosun. Þá bendir rannsókn málsins til tengsla mafíunnar við skemmtanaiðnaðinn en skráð hafa verið símtöl á milli yfirmanna hennar og umboðsmannsins Lele Mora.

Mora er vinur forsætisráðherrans Silvios Berlusconis og var á dögunum rannsakaður vegna gruns um vændisstarfsemi í tengslum við ásakanir á hendur Berlusconis um að hafa greitt fyrir kynlíf með stúlku sem var undir aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka