Skrefi nær útrýmingu umskurnar

Konur í Senegal taka þátt í athöfn til stuðningi banns …
Konur í Senegal taka þátt í athöfn til stuðningi banns við umskurn kvenna. Reuters

Fulltrúar tæplega 90 þorpa í Senegal og Malí hafa samþykkt að banna ástundun umskurnar á konum. Bannið var samþykkt með viðhöfn í austurhluta Senegal í dag, að sögn mannréttindasamtaka í landinu.

Um 1.500 manns úr 70 senegölskum og 19 malískum þorpum tóku þátt í athöfninni, þar sem bæði var samþykkt bann við umskurn sem og þvinguðum brúðkaupum barnungra stúlkna. Í þorpunum býr fólk af Mandingo og Soninke ættbálkunum, en meðal þeirra hefur umskurn á kynfærum kvenna verið langlíf hefð. Kynfærum um 2-3 milljóna stúlkna og kvenna í Afríku er misþyrmt á ári hverju með þessum hætti.

Með yfirlýsingunni í dag hafa alls 4.741 þorp samþykkt bann við umskurn frá árinu 1997. Það eru mannréttindasamtökin Tostan sem berjast fyrir útrýmingu umskurnar með þessum hætti og eru langt komin með að ná því markmiði sem sett var 1997 að fá a.m.k. 5000 þorp í lið með sér.  

Ríkisstjórn Senegal samþykkti árið 1999 lög sem banna umskurn kvenna, en siðurinn er engu að síður enn stundaður í mörgum samfélögum landsins, þar sem stúlkur eru umskornar á laun eða farið með þær til nágrannalanda þar sem umskurn hefur enn ekki verið bönnuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert