Tyrkir vilja ekki NATO til Líbíu

Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Reuters

Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, ítrekaði í dag andstöðu sína við að NATO gripi inn í ástandið í Libíu. Sagði hann að það gæti haft af sér hættulegar afleiðingar.

„Hernaðaríhlutun NATO í Líbíu eða hvaða öðru landi sem er ynni algerlega gegn takmarki sínu. Fyrir utan við það gæti slík aðgerð haft hættulegar afleiðingar,“ sagði Erdogan.

Tyrkir eru meðlimir í NATO og lagði forsætisráðherrann áherslu á að hernaðarbandalagið ætti aðeins að grípa inn í þegar ráðist væri á eina af bandalagsþjóðunum 28.

Í lok febrúar sagði Erdogan í heimsókn í Þýskalandi að íhlutun NATO í Líbíu væri óhugsandi og út í hött. Þá mótmæli hann harðlega áforum um að beita landið refsiaðgerðum og sagði saklausa borgara myndu þjást fyrir þær. Sakaði hann heimsveldin um að véla um ástandið vegna olíuhagsmuna.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði fyrr í þessum mánuði að bandalagið hefði ekki í hyggju að skerast í leikinn í Líbíu en að það gerði áætlanir fyrir allar hugsanlegar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert