Sjö þýskum kjarnorkuverum lokað

Angela Merkel og Stefan Mappus, forsætisráðherra Baden-W!ürttenberg, á blaðamannafundi í …
Angela Merkel og Stefan Mappus, forsætisráðherra Baden-W!ürttenberg, á blaðamannafundi í dag. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag að sjö þýskum kjarnorkuverum verði lokað í þrjá mánuði á meðan sérstök úttekt verður gerð á öryggismálum í kjarnorkuverum landsins.

Merkel sagði, að í ljósi kjarnorkuslyssins í Japan hafi verið ákveðið að láta fara fram sérstaka skoðun á öllum þeim kjarnorkuverum, sem tekin voru í  notkun fyrir árið 1980.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert