Þingmenn vilja ganga með byssur

Gabrille Giffords flutt af sjúkrahúsi í endurhæfingu í Texas.
Gabrille Giffords flutt af sjúkrahúsi í endurhæfingu í Texas. Reuters

Nokkrir þingmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem gefur þeim rétt til þess að bera falin vopn á leið í vinnuna til að vernda sjálfa sig. Segja þeir starf þeirra orðið svo hættulegt með vísan til árásarinnar á þingkonuna Gabrielle Giffords í Arizona fyrr á þessu ári.

Þingmenn beggja flokka í fylkisþingi Kaliforníu leggja frumvarpið fram en samkvæmt því yrðu stjórnmálamenn flokkaðir í hópi með starfstéttum sem séu í sérlegri ofbeldishættu eins og eigendur skartgripabúða eða fólk sem sér um tryggingargjald fyrir sakamenn. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Þannig fengju þingmenn frá Kaliforníu að ganga með falin vopn á sér í sjálfsvörn. Í frumvarpinu er sérstaklega vísað til skotárásarinnar í Tuscon í Arizona í janúar þar sem sex manns létust og þrettán slösuðust, þar á meðal þingkonan Gabrielle Giffords sem var skotin í höfuðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert