Þjóðverjar hafna flugbanni yfir Líbíu

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands.
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. FAHAD SHADEED

Þjóðverjar hafa aftur hafnað tillögum Frakka og Breta um að koma á flugbanni yfir Líbíu. Ekkert verður því talað um flugbann í tilkynningu frá fundi G8-ráðherra í París.

Rússar styðja afstöðu Þjóðverja en Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á fundinum að Þjóðverjar hafðu miklaf efasemdir um ágæti flugbanns.

Mælti hann með í staðinn að beita Muammar Gaddafi, forseta Líbíu, pólitískum þrýstingi. Sagði hann Þjóðverja ekki vilja blandast inn í stríð í Norður-Afríku. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

„Við þurfum að senda skýr skilaboð. Gaddafi verður að hætta borgarastríði sínu gegn eigin þjóð, hann verður að sæta ábyrgð á glæpum sínum. Öryggisráðið [Sameinuðu þjóðanna] verður að grípa til aðgerða,“ sagði Westerwelle sem lagði áherslu á að Þjóðverjar væri einnig andsnúnir hernaðaríhlutun í Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert