Sænska þingið felldi í dag með 172 atkvæðum gegn 170 tillögu um að sænska ríkið selji eignarhluti sína í nokkrum fyrirtækjum.
Ríkisstjórn mið- og hægriflokkanna í Svíþjóð hefur ekki meirihluta á Alþingi og tókst ekki að sannfæra stjórnarandstöðuflokkana um nauðsyn þess að selja 37,2% hlut sænska ríkisins í fjarskiptafélaginu TeliaSonera, 60% hlut í sænska póstinum og hluti í fasteignalánasjóðnum SBAB eða orkufyrirtækinu Vättenfall.
Stjórnmálaskýrendur segja, að þetta sé mesta pólitíska áfallið sem ríkisstjórnin hefur orðið fyrir frá þingkosningunum í haust þegar hún missti þingmeirihluta sinn.
Vinstriflokkarnir á sænska þinginu eru andvígir einkavæðingu og Svíþjóðardemókratarnir, hægriöfgaflokkur sem er í lykilaðstöðu í þinginu, lýstu því yfir í janúar að þeir myndu ekki styðja tillögu um sölu ríkiseigna.