Hvetja fólk til að hörfa

Fukushima kjarnorkuverið í Japan.
Fukushima kjarnorkuverið í Japan. Reuters

Banda­ríska sendi­ráðið í Tókýó hef­ur hvatt landa sína, sem búa inn­an 50 km svæðis frá kjarn­orku­ver­inu í Fukus­hima, til að yf­ir­gefa heim­ili sín og leita skjóls ann­ars staðar. Banda­ríski her­inn hef­ur gefið út sams­kon­ar viðvör­un. Fleiri er­lend ríki hafa gert slíkt hið sama um þegna sína, td. Bret­ar og Frakk­ar.

Banda­ríkja­menn ákváðu þetta eft­ir að hafa vegið og metið stöðuna í kjarn­orku­ver­inu. Um stærra svæði er að ræða en Jap­an­ir hafa gefið út viðvar­an­ir fyr­ir. Erfiðlega hef­ur gengið að ráða við leka á geisla­virk­um efn­um frá Fukus­hima ver­inu. Viðbúnaður í björg­un­ar­störf­um hef­ur verið auk­inn til að kæla niður kjarna­ofn­inn í ver­inu. Öflug­ar vatns­dæl­ur og -tank­ar hafa verið flutt­ir á svæðið en tek­ist hef­ur að ráða niður­lög­um elds við einn kjarna­kljúf­inn í kjarn­orku­veri nr. 1. Ekk­ert vatn er nú eft­ir í kjarna­kljúfi fjög­ur og ótt­ast japönsk stjórn­völd að geisla­virkn­in hafi auk­ist veru­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert