Kókaín í höfuðstöðvum NASA

Endeavour geimflauginni verður skotið á loft í næsta mánuði.
Endeavour geimflauginni verður skotið á loft í næsta mánuði. Reuters

Grun­sam­leg­ur pakki með hvítu dufti fannst ný­verið í höfuðstöðvum NASA, banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar, eða Kenn­e­dy Space Center. Í ljós kom að um kókaín var að ræða, alls 4,2 grömm. Er málið í rann­sókn og litið mjög al­var­leg­um aug­um af stjórn­end­um NASA.

NASA til­kynnti um þetta í kvöld en ekki var upp­lýst hvar ná­kvæm­lega í bygg­ing­inni fíkni­efn­in fund­ust. Í gildi eru mjög strang­ar regl­ur hjá NASA um fíkni­efni. Á frétta­manna­fundi vildi talsmaður NASA ekki svara spurn­ing­um um hvort ein­hver starfs­mann­anna hefði reynst já­kvæður á fíkni­efna­prófi.

Á mánu­dag lést verk­fræðing­ur hjá und­ir­verk­taka NASA, er hann var að störf­um við skot­pall­inn í Kenn­e­dy Space Center, þaðan sem geim­flaug­inni Endea­vour verður skotið á loft í næsta mánuði. Spurður hvort þessi tvö at­vik tengd­ust vildi talsmaður NASA ekk­ert segja til um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert