Rauði krossinn yfirgefur Líbíu

Frá Benghazi í Líbíu.
Frá Benghazi í Líbíu. Reuters

Rauði krossinn hefur skipað starfsmönnum sínum að yfirgefa átakasvæðið í Benghazi í Líbíu og færa sig til borgarinnar Torbruk þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra.

Hyggst Rauði krossinn halda hjálparstarfi sínu áfram í Tobruk og aðstoða þar fórnarlömb átakanna í Líbíu. Voru matar- og sjúkrabirgðir skildar eftir í Benghazi sem duga eiga um 15 þúsund manns í einn mánuð.

Óttast Rauði krossinn um afdrif fólks á svæðinu, ekki síst þá slösuðu og veiku, en starfsmenn samtakanna hafa verið í Benghazi síðustu 20 daga.

„Við verðum í viðræðum við báða deiluaðila, með þann möguleika í huga að snúa aftur til Benghazi og vesturhéraða landsins þegar komist hefur á meiri ró og friður," sagði talsmaður Rauða krossins við fjölmiðla í Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert