Starfsmenn kallaðir úr verinu

Reykur stígur upp af kjarnorkuverinu í Fukushima.
Reykur stígur upp af kjarnorkuverinu í Fukushima. reuters

Vegna aukinnar geislavirkni í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hefur verið neyðst til þess að kalla starfsmenn sem þar hafa unnið út úr verinu. Það gerðist eftir að reykur tók að stíga að nýju frá þriðja ofni versins.

Í gærkvöldi kom upp eldur í kjarnakljúf í verinu, öðru sinni á tveimur dögum. Þá hafa alls orðið fjórar sprengingar frá því kælikerfi versins laskaðist af völdum flóðbylgjunnar sl. föstudag.

Yukio Edano ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu í Tókýó sagði í morgun, að starfsmenn versins í Fukushima hefðu verið kallaðir á brott vegna skyndilegrar aukningar á geislavirkni í nótt.

Þar er talið að um 50 tæknimenn hafi unnið að því að kæla kjarnaofnana og koma í veg fyrir bráðnun í þeim. Í morgun hafði dregið aftur úr geisluninni en hún var þó það mikil, að útilokað var að vinna í verinu, að sögn Edano.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert