Telja jarðskjálftann refsingu guðs

Afleiðingar flóðbylgjunnar í borginni Ishimaki.
Afleiðingar flóðbylgjunnar í borginni Ishimaki. Reuters

„Japönsk stjórn­mál eru upp­full af sjálf­hverfni og po­púl­isma. Við þurf­um að nota flóðbylgj­una til að skola út sjálf­hverfn­inni sem hef­ur fest sig eins og ryð á hug­ar­far japönsku þjóðar­inn­ar yfir lengri tíma,“ sagði Shint­aro Is­hi­hara, hinn 78 ára gamli rík­is­stjóri Tókýó. Breska blaðið The Guar­di­an seg­ir frá þessu.

Sagði hann að ham­far­irn­ar væru refs­ing frá guði en tók þó fram að hann hefði samúð með fórn­ar­lömb­um þeirra. Hef­ur hann síðan beðist af­sök­un­ar á um­mæl­un­um en hann er nokkuð þekkt­ur fyr­ir að láta um­deild orð falla.

Is­hi­hara er þó ekki sá eini sem hef­ur látið um­deild um­mæli falla um ham­far­irn­ar í Jap­an. Banda­ríski hægriöfgamaður­inn Glenn Beck sem stjórn­ar sjón­varpsþætti á Fox News sagði að jarðskjálft­inn gæti verið skila­boð frá guði.

„Ég er ekki að segja að guð sé að láta jarðskjálfta eiga sér stað. Ég er ekki að segja að hann sé ekki að því held­ur,“ sagði Beck í út­varpsþætti sín­um á mánu­dag.

Beck sem er þekkt­ur fyr­ir öfga­kennd­ar sam­særis­kenn­ing­ar bætti við: „Það er verið að senda skila­boð. Þau eru: „Hei, þið vitið þetta sem þið eruð að gera þarna? Það er ekki al­veg að virka. Kannski ætt­um við að hætta að gera sumt af því.“ Ég er bara að velta þessu upp.“



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert