Atkvæðagreiðsla um flugbann

Atkvæði verða greidd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld klukkan 22 um tillögu um flugbann yfir Líbíu. Hersveitir Múammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu, hófu síðdegis loftárásir á borgina Benghazi, sem uppreisnarmenn ráða enn.

Sprengingar heyrðust síðdegis í útjaðri Benghazi, sem er næststærsta borg Líbíu en um 1 milljón manna búa þar. Hafa árásir m.a. verið gerðar á flugvöll borgarinnar.

Ríkissjónvarp Líbíu sagði, að Gaddafi muni ávarpa borgarbúa í sjónvarpi síðar í dag.  

Her Líbíu hefur sagt, að brugðist verði hart við árásum erlendra ríkja á skotmörk í landinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert