Ekki var hægt að nota öfluga vatnsbyssu til að dæla vatni á kjarnakljúfa í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun vegna þess að geislun frá kjarnaofnunum er of mikil.
Lögregla reyndi að nota vatnsbyssuna í morgun en urðu að halda sig í hæfilegri fjarlægð vegna geislunarinnar og vatnsbunan náði þá ekki að verinu.
Stórar bandarískar herþyrlur voru í dag notaðar til að hella vatni á kjarnoruverið til að reyna að kæla það. Þá var undir kvöld í Japan byrjað að nota sérstaka slökkviliðsbíla frá japanska hernum til að dæla vatni á verið.