Tókst að tengja rafmagn við Fukushima

Þyrlur sækja vatn til að kæla Fukushima kjarnorkuverið.
Þyrlur sækja vatn til að kæla Fukushima kjarnorkuverið. Reuters

Tekist hefur að tengja rafmagn við kjarnaofn 2 í Fukushima kjarnorkuverinu. Þetta ætti að gera starfsmönnum versins kleift að dæla að nýju vatni til að kæla kjarnaofninn.

Starfsmenn kjarnorkuversins hafa frá því á föstudag barist við að kæla kjarnaofna versins. Við jarðskjálftann slokknaði á verinu, en þá átti varaflskerfi að taka við til að tryggja kælingu á kjarnaofnum. Það kerfi bilaði hins vegar einnig. Síðan hafa þrjár sprengingar orðið í verinu og mikil geislavirkni stafar frá því.

Vegna bilunarinnar í Fukushima er mikill rafmagnsskortur í Japan og er fólk hvatt til að spara rafmagn. Rafmagn hefur verið skammtað í Tokyo og eru nokkur hverfi borgarinnar rafmagnslaus í nokkra klukkutíma á sólarhring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert