Áfram er kælt í Fukushima

Japanar halda áfram að kæla kjarnakljúfana í kjarnorkuverinu í Fukushima. Í dag hafa slökkviliðsbílar verið notaðir til að sprauta fleiri tonnum af vatni á kjarnorkueldsneytisstangir í verinu.

Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann, en kjarnorkuverið varð fyrir miklum skemmdum í náttúruhamförunum sem skóku Japan fyrir viku síðan. Þá varð kælikerfi versins fyrir verulegum skemmdum og það leiddi til sprenginga og bruna. Síðan þá hafa aðgerðir miðað að því að halda kjarnorkueldsneytisstöngunum inni í kjarnakljúfunum. Ef þær komst í snertingu við mikið loft, þá geta þær farið aðleka miklu magni geislavirkra efna.

Núna einbeita björgunarmenn sér að kjarnakljúfi þrjú, en alls eru sex kjarnakljúfar í kjarnorkuverinu.

Japanski herinn sendi 11 dælubíla á staðinn og 30 bílar eru á vegum slökkviliðs miðborgar Tókýó. Um 140 manns eru taldir vera á staðnum.

Nýjustu mælingar á geislavirkni gefa til kynna að geislunin sé ekki hættuleg heilsu manna.

Auk björgunaraðgerðanna, hefur mikið kapp verið lagt á að koma rafmagni á aftur og í gærkvöldi tókst að koma rafmagn á hluta versins.



Kjarnorkuverið í Fukushima í Japan.
Kjarnorkuverið í Fukushima í Japan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert