Mannréttindadómstóllinn í Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að krossar í skólastofum sem sýna Krist á krossinum feli ekki í sér brot á réttindum barna sem ekki eru kaþólsk.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert sem benti til þess að róðukrossar í skólastofu hefði áhrif á börn. Þessi niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu dómstólsins frá árinu 2009, en kaþólska kirkjan á Ítalíu lýsti mikill óánægju með hann.
Utanríkisráðherra Ítalíu lýsti í dag ánægju með þessa niðurstöðu.