Loftferðayfirvöld í Líbíu hafa nú lokað fyrir alla flugumferð í landinu.
Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hélt neyðarfund í morgun þar sem farið var yfir stöðuna eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði loftárásir á Líbíu í gær.
Búist er við yfirlýsingu frá Cameron síðar í dag, þar sem hann mun skýra frá því hvaða hlutverki breski herinn mun gegna í aðgerðunum.
Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, sagði í gær að markmiðið væri að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Bretar eru nú þegar með tvö herskip í Miðjarðarhafi.