Norðmenn munu taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Líbíu á grundvelli ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær.
„Við höfum ákveðið að taka þátt í aðgerðunum," hefur norska blaðið Verdens Gang eftir Grete Faremo, varnarmálaráðherra, í dag. „En það er of snemmt að segja til um með hvaða hætti. Það væri hugsanlegt að við myndum leggja til flugvélar."
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að danska þingið yrði fyrst að fjalla um hvort Danir leggi til F-16 orrustuflugvélar til að framfylgja flugbanni yfir Líbíu.