Vopnahléstilboð Líbíu skoðað

Catherine Ashton í Brussel í dag.
Catherine Ashton í Brussel í dag. Reuters

Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í dag að verið væri að fara í saumana á yfirlýsingu Líbíustjórnar um vopnahlé í átökum við uppreisnarmenn.

Utanríkisráðherra Líbíu lýsti því yfir í dag, að Líbíustjórn hefði lýst yfir einhliða vopnahléi í samræmi við ályktun, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærlvöldi. Á sama tíma voru Vesturlönd og Arabaríki að undirbúa loftárásir á Líbíu til að framfylgja flugbanni, sem öryggisráðið setti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert