112 stýriflaugum skotið

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagðist í kvöld hafa heimilað Bandaríkjaher að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Líbíu. Hann ítrekaði, að bandarískar hersveitir muni ekki taka þátt í landhernaði í landinu. 

Bandaríkjaher staðfesti í kvöld, að 112 Tomahawk stýriflaugum hefði verið skotið á um 20 skotmörk í Líbíu  frá bandarískum og breskum herskipum. Um sé að ræða loftvarnastöðvar á strönd landsins, sem nauðsynlegt hafi verið að eyðileggja til að hægt sé að framfylgja loftferðabanni yfir Líbíu.

Bandaríska aðgerðin, sem nefnd er Dögun Ódysseifs, kom í kjölfar loftárása sem franskar orrustuflugvélar gerðu á brynvarin ökutæki Líbíuhers í dag.  

Tveir bandarískir tundurspillar og þrír bandarískir kafbátar eru í Miðjarðarhafi nálægt Líbíu. Öll þessi skip eru búin Tomahawk stýriflaugum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert