112 stýriflaugum skotið

00:00
00:00

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, sagðist í kvöld hafa heim­ilað Banda­ríkja­her að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Líb­íu. Hann ít­rekaði, að banda­rísk­ar her­sveit­ir muni ekki taka þátt í land­hernaði í land­inu. 

Banda­ríkja­her staðfesti í kvöld, að 112 Toma­hawk stýrif­laug­um hefði verið skotið á um 20 skot­mörk í Líb­íu  frá banda­rísk­um og bresk­um her­skip­um. Um sé að ræða loft­varna­stöðvar á strönd lands­ins, sem nauðsyn­legt hafi verið að eyðileggja til að hægt sé að fram­fylgja loft­ferðabanni yfir Líb­íu.

Banda­ríska aðgerðin, sem nefnd er Dög­un Ódysseifs, kom í kjöl­far loft­árása sem fransk­ar orr­ustuflug­vél­ar gerðu á bryn­var­in öku­tæki Líb­íu­hers í dag.  

Tveir banda­rísk­ir tund­ur­spill­ar og þrír banda­rísk­ir kaf­bát­ar eru í Miðjarðar­hafi ná­lægt Líb­íu. Öll þessi skip eru búin Toma­hawk stýrif­laug­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert