Egyptar greiða í dag atkvæði um breytingar á stjórnarskránni sem sérstök nefnd sérfræðinga, skipuð af bráðabirgðastjórn herforingjanna, lagði til. Fimm vikur eru frá því að Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti, varð að segja af sér í kjölfar mikilla mótmæla gegn einræðisstjórn hans.
Hart er deilt um um tillögurnar og margir hafa bent á að of skammur tími hafi gefist til að semja tillögurnar. En herforingjastjórnin sagðist vildi fá strax niðurstöðu til þess að hún gæti efnt til þing- og forsetakjörs innan hálfs árs og þá notast við reglur í nýrri stjórnarskrá.