Flugskeytum skotið á Líbíu

Frönsk Dassault Rafale orrustuflugvél.
Frönsk Dassault Rafale orrustuflugvél. Reuters

Bandaríkjaher er sagður hafa skotið Tomahawk flugskeytum á líbískar loftvarnastöðvar. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun gefa yfirlýsingu um Líbíu innan skamms.

Sprengingar hafa heyrst austur af Tripoli, höfuðborg Líbíu, í kvöld. Hafa eldtungur sést við sjóndeildarhring frá borginni.

Franskar orrustuflugvélar hafa gert fjórar loftárásir á brynvarin ökutæki í Líbíu og eyðilagt nokkur slík, að sögn embættismanna í franska varnarmálaráðuneytinu.

Ríkisfjölmiðlar í Líbíu segja, að vestrænar herflugvélar hafi gert árásir á borgaraleg skotmörk í Tripoli í kvöld. Ljóst sé að fólk hafi látið lífið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert