Franskar flugvélar fljúga yfir Benghazi

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að franskar herflugvélar flygju nú yfir borginni Benghazi í Líbíu og væru reiðubúnar til að ráðast á skriðdreka Múammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu.

„Í samstrarfi við bandamenn okkar munu hersveitir okkar mæta hverjum þeim árásum, sem flugvélar Gaddafis höfuðsmanns gera á íbúa Benghazi. Flugvélar okkar eru þegar byrjaðar að hindra loftárásir á borgina," sagði Sarkozy eftir leiðtogafund þar sem fjallað var um aðgerðir til að framfylgja flugbanni yfir Líbíu.

Hann sagði að aðrar franskar flugvélar væru tilbúnar til að koma í veg fyrir árásir skriðdreka sem gætu ógnað óbreyttum borgurum. 

Nicolas Sarkozy ræðir við þjóðarleiðtoga á fundi í París í …
Nicolas Sarkozy ræðir við þjóðarleiðtoga á fundi í París í dag þar sem fjallað er um Líbíu. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert