Geislavirk efni í vatni

Leifar af geislavirku joði hafa fundist í kranavatni í Tókýó og er það rakið til kjarnorkuslyssins í Fukushima kjarnorkuverinu norður af borginni.

Embættismaður í vísindaráðuneyti Japans sagði, að óvenju mikið af geislavirku joði hefði einnig fundist í vatnsbólum í Gunma, Tochigi, Saitama, Chiba og Niigata. Magnið er samt langt undir öryggismörkum.

Fyrr í dag sagði japanska ríkisstjórnin, að geislavirk efni yfir viðmiðunarmörkum hefðu fundist í mjólk og spínati á svæðum nálægt kjarnorkuverinu í Fukushima.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert