Jarðskjálfti, sem mældist 6,1 stig, varð í Ibarakisýslu suður af Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun í kjölfarið.
Byggingar skulfu í höfuðborginni Tókýó en ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið.
Að sögn japanska ríkisútvarpsins var flugumferð um Narita flugvöll stöðvuð tímabundið í öryggisskyni í kjölfar skjálftans.