Her Gaddafis nær Benghazi

Særður uppreisnarmaður í Benghazi í morgun.
Særður uppreisnarmaður í Benghazi í morgun. Reuters

Her­flokk­ar hliðholl­ir Múamm­ar Gaddafi, ein­ræðis­herra Líb­íu, eru komn­ir inn í borg­ina Beng­hazi, sem upp­reisn­ar­menn hafa haft á valdi sínu und­an­farn­ar vik­ur.

Fréttamaður breska rík­is­út­varps­ins BBC seg­ir, að skriðdrek­ar her­flokka Gaddafis séu komn­ir inn í borg­ina.

Í gær lýstu stjórn­völd í Líb­íu yfir ein­hliða vopna­hléi í átök­um við upp­reisn­ar­menn. Var það gert í kjöl­far samþykkt­ar ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um flug­bann yfir Líb­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert