Verkfræðingar í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa tengt raforkukapal í einn kjarnakljúfanna og vinna að því að koma orku á kælikerfin á ný.
Rafmagnskapallinn hefur verið tengdur við kjarnakljúf númer 2 en stjórnendur hans hafa barist við að koma í veg fyrir alls herjar bráðnun sem gæti leitt til stórfelldrar geislavirkrar mengunar. Alls eru sex kjarnakljúfar í verinu.
„Ef engin vandamál koma upp í verinu í dag ættum við að geta komið rafmagninu á jafnvel strax í fyrramálið,“ sagði Fumikai Hayakawam, talsmaður kjarnorkuöryggisstofnunarinnar.