Skotið á líbískan skriðdreka

Frönsk orrustuflugvél gerði árás á líbískan skriðdreka klukkan 16:45 að íslenskum tíma í dag. Er það fyrsta árásin, sem gerð hefur verið í samræmi við samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbann yfir Líbíu.

Thierry Burckhard, talsmaður franska hersins, sagði við blaðamenn að gerð hefði verið árás á ökutæki eftir að ljóst þótti, að það ógnaði óbreyttum borgurum.

Burckhard upplýsti ekki hvar árásin var gerð.

Fagnaðarlæti og skothríð heyrðist úr herbúðum uppreisnarmanna þegar fréttir bárust af þessu. 

Frönsk orrustuflugvél.
Frönsk orrustuflugvél. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert