Tugir mótmælenda handteknir við Hvíta húsið

Daniel Ellsberg.
Daniel Ellsberg. Reuters

Tug­ir manna, sem vildu mót­mæla stríðsrekstri Banda­ríkj­anna, voru hand­tekn­ir við Hvíta húsið í Washingt­on í kvöld. Meðal þeirra var Daniel Ells­berg, sem lak Pentagonskjöl­un­um svo­nefndu fyr­ir þrem­ur ára­tug­um.

Mót­mælt var víða í Banda­ríkj­un­um í til­efni af því að í kvöld eru átta ár liðin frá því inn­rás­in var gerð í Írak. Mót­mæl­end­urn­ir í Washingt­on fögnuðu ákaft þegar Ells­berg var hand­tek­inn.

Fólkið hélt á mót­mæla­spjöld­um þar sem þess var kraf­ist að banda­rísk­ar her­sveit­ir verði flutt­ar frá Írak. Á öðrum spjöld­um var lýst yfir stuðningi við Bra­dley Mann­ing, her­mann­inn sem grunaður er um að hafa út­vegað upp­ljóstr­un­ar­vefn­um Wiki­Leaks banda­rísk leyniskjöl.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert