Áköf loftvarnaskothríð kvað við í Tripoli í kvöld. Líbísk stjórnvöld lýstu yfir vopnahléi í kvöld en bresk stjórnvöld sögðu, að Líbíumenn hefðu brotið gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna og því væri aðgerðum haldið áfram.
Sky sjónvarpsstöðin segir, að reyk hafi lagt upp af svæði við bústað Múammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu. Talsmaður Bandaríkjahers segir hins vegar að hvorki Gaddafi né bústaður hans séu skotmark og fréttamaður BBC segir, að sennilega hafi flugskeytum verið skotið á loftvarnabyssur, sem eru nálægt bústaðnum.