Enn finnst fólk á lífi í Japan

Öldruð kona og ungur drengur fundust í morgun á lífi í borginni Ishinomaki í Japan, 9 dögum eftir að flóðbylgja fór yfir borgina.

Talsmaður lögreglunnar í Ishinomaki segir, að áttræð kona og 16 ára gamall drengur, barnabarn konunnar, hafi fundist undir rústum. Fólkið hafi verið orðið mjög kalt en var með meðvitund. 

Lögreglan sagði að fólkið hefði verið flutt á sjúkrahús en ekki væri vitað nánar um líðan þess.   

Björgunarmenn flytja 16 ára dreng á sjúkrahús í Ishinomaki í …
Björgunarmenn flytja 16 ára dreng á sjúkrahús í Ishinomaki í morgun. Reuters
Íbúar Ishinomaki fá aðhlynningu eftr jarðskjálftann og flóðbylgjuna.
Íbúar Ishinomaki fá aðhlynningu eftr jarðskjálftann og flóðbylgjuna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert