Gagnrýna aðgerðir vestrænna ríkja

Tornado GR4-vél breska flughersins tekur eldsneyti í lofti í miðjum …
Tornado GR4-vél breska flughersins tekur eldsneyti í lofti í miðjum aðgerðum í gær. Reuter

Ar­ab­a­banda­lagið sendi í dag frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hernaðaraðgerðir vest­rænna ríkja í Líb­íu eru gagn­rýnd­ar. Vika er síðan banda­lagið hvatti Sam­einuðu þjóðirn­ar til að banna flug yfir land­inu.

„Það sem er að ger­ast í Líb­íu er í and­stöðu við til­gang þess að setja loft­ferðabann en það sem við vilj­um er að vernda al­menna borg­ara,“ sagði Amr Mussa, fram­kvæmda­stjóri Ar­ab­a­banda­lags­ins.

Inn­grip ríkja í Líb­íu er það um­fangs­mesta í Ar­ab­a­ríkj­un­um síðan Banda­ríkja­menn réðust inn í Írak 2003. Í þetta skipti taka nokk­ur Ar­ab­a­ríki þátt í aðgerðunum. Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in leggja til orrstuflug­vél­ar og leiðtog­ar Jórdan­íu, Mar­okkó og Kat­ar tóku þátt í leiðtoga­fundi í Par­ís um aðgerðirn­ar í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert