Íranar styðja byltingu í Líbíu

Flugskeyti skotið á Líbíu í gærkvöldi.
Flugskeyti skotið á Líbíu í gærkvöldi. Reuters

Írönsk stjórnvöld styðja byltinguna gegn Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, en hafa efasemdir um markmið sem Vesturlönd segja að búi að baki hernaðaraðgerðum.

Ramin Mehmanparast, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, sagði í dag að afstaða íslamska lýðveldisins hafi alltaf verið að styðja almenning og réttmætar kröfur hans. 

Þá hvöttu rússnesk stjórnvöld til þess, að valdbeitingu erlendra ríkja gagnvart Líbíu verði hætt tafarlaust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert