Líkir árásum við hryðjuverk

Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, sagði í morgun að árásum, sem gerðar voru á loftvarnastöðvar og önnur skotmörk í landinu í gærkvöldi, megi jafna við hryðjuverkastarfsemi.

Gaddafi sagði við líbíska ríkissjónvarpið, að Líbía muni styrkjast vegna árása Vesturveldanna. Sagði hann að líbíska þjóðin hefði vopnast og væri reiðubúin til að sigrast á vestrænum herjum, sem ráðist hefðu á landið. 

„Öll líbíska þjóðin er sameinuðu. Líbískir karlar og konur hafa fengið vopn og sprengjur í hendur... Þið munuð ekki geta sótt, þið munið ekki geta stigið fæti á þetta land," sagði Gaddafi. „Við heitum því að þetta verður langt stríð án nokkurra takmarkana. Við erum reiðubúin að heyja langt stríð. Þið eruð ekki búin undir langt stríð í Líbíu. Við erum reiðubúin, þetta er hamingjustund.

Þá sagði hann að leiðtogar Breta, Frakka og Bandaríkjanna muni falla eins og Hitler og Mussolini. „Allir harðstjórar falla vegna þrýstings frá fjöldanum.  Bandaríkin, Frakkland og kristni, sem hafa bundist samtökum gegn okkur, þeir munu ekki fá olíuna okkar... Þið eru dýr," sagði Gaddafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert