Sameinaður vilji heimsins

Líbísk ungmenni á vegg við hús Múammars Gaddafis í Tripoli. …
Líbísk ungmenni á vegg við hús Múammars Gaddafis í Tripoli. Fólk myndaði mannlegan skjöld um húsið til að verja það fyrir sprengjuárásum. Reuters

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, sagði í dag að Múamm­ar Gaddafi, ein­ræðis­herra Líb­íu, fyndi fyr­ir sam­eig­in­leg­um vilja alþjóðasam­fé­lags­ins í þeim hernaðaraðgerðum, sem hóf­ust gegn Líb­íu í gær.

„Hann hef­ur drepið eig­in lands­menn. Hann lýsti því yfir að hann myndi fara hús úr húsi og drepa alla. Það er óviðun­andi," sagði Ban við AFP í Par­ís áður en hann lagði af stað í ferð til Egypta­lands og Tún­is. 

„Ég vona að líb­ísk stjórn­völd fari að fullu og öllu eft­ir álykt­un ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, lýsi taf­ar­laust yfir vopna­hléi og grípi til ráðstaf­ana til að tryggja ör­yggi þjóðar­inn­ar."  

Ban sat í gær leiðtoga­fund í Par­ís þar sem fjallað var um aðgerðir til að fram­fylgja flug­banni yfir Líb­íu. Í kjöl­farið hóf­ust hernaðaraðgerðir og var m.a. skotið stýrif­laug­um á loft­varna­stöðvar og sprengj­um varpað á flug­velli. 

Ban sagði við blaðamenn í gær, að hann hefði enga trú á því leng­ur, að Gaddafi gæti sagt sann­leik­ann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert