Bygging í höfuðstöðvum Gaddafis

Ökutæki Líbíuhers springa eftir loftárás í dag.
Ökutæki Líbíuhers springa eftir loftárás í dag. Reuters

Stýrif­laug­um var að nýju skotið á Líb­íu í kvöld. Breska varn­ar­málaráðuneytið staðfesti að Toma­hawk stýrif­laug­um hefði verið skotið frá kaf­báti í Miðjarðar­hafi á loft­varn­ar­stöðvar við Tripoli. 

AFP frétta­stof­an seg­ir, að stjórn­stöð í húsaþyrp­ingu þar sem höfuðstöðvar Múamm­ars Gaddafis, ein­ræðis­herra Líb­íu eru, hafi eyðilagst þegar flugs­leyti lenti á henni.

Bygg­ing­in er um 50 metra frá tjald­inu þar sem Gaddafi tek­ur venju­lega á móti gest­um. Moussa Ibra­him, talsmaður Líb­íu­stjórn­ar, sagði við blaðamenn að þetta hefði verið villimann­leg sprengju­árás sem gæti hafa banað hundruðum óbreyttra borg­ara, sem höfðu safn­ast sam­an í um 400 metra fjar­lægð.

„Vest­ræn ríki segj­ast vilja vernda óbreytta borg­ara og á sama tíma varpa þau sprengj­um á bygg­ing­ar þótt vitað sé að óbreytt­ir borg­ar­ar séu þar sam­an­komn­ir," sagði hann.   

Líb­íu­stjórn lýsti því yfir í kvöld, að vopna­hlé í aðgerðum stjórn­ar­hers­ins gegn upp­reisn­ar­mönn­um tæki gildi klukk­an 19 í kvöld. Tom Dinilon, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Baracks Obama, Banda­ríkja­for­seta, sagði í kvöld að vopna­hléið hefði aldrei tekið gildi eða verið rofið nán­ast um leið.

Norður-Atlants­hafs­ráðið, æðsta valda­stofn­un NATO, samþykkti í kvöld hernaðaráætl­un til að fram­fylgja vopna­sölu­banni sem Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa sett á Líb­íu. Hins veg­ar náði ráðið ekki sam­komu­lagi um að fram­fylgja flug­banni yfir Líb­íu í sam­ræmi við álykt­un, sem ör­ygg­is­ráð SÞ samþykkti sl. fimmtu­dag. 

Sendi­menn sögðu, að andstaða Tyrkja við að NATO taki þátt í hernaðaraðgerðum í Líb­íu sé ástæðan fyr­ir því að áætlan­ir um eft­ir­lit með flug­bann­inu hafa ekki verið samþykkt­ar inn­an banda­lags­ins. Gert er ráð fyr­ir að niðurstaða fá­ist síðar í vik­unni.

NATO-rík­in Frakk­land, Bret­land og Banda­rík­in hafa gert loft­árás­ir á skot­mörk í Líb­íu frá því í gær. Þær árás­ir hafa hins veg­ar ekki verið á veg­um NATO.

F-16 orrustuflugvél fer frá flugvelli á Ítalíu í kvöld.
F-16 orr­ustuflug­vél fer frá flug­velli á Ítal­íu í kvöld. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert